Karfan þín

FATNAÐUR - vatnsvörn

Ný vara er oftar en ekki meðhöndluð með vatnsheftandi efni (DWR – Durable water repellent) og margar útivistarflíkur eru búnar vatnsheftandi filmum eins og Gore-Tex eða öðru sambærilegu. Með tímanum þá minnkar vörnin og því er nauðsynlegt að endunýja hana svo varan nýtist að fullu.

Yfirlit yfir vatnsvarnarefni:

Nikwax - TX. Direct wash in, fyrir þvottavél

Nikwax - Softshell Proof wash in, fyrir þvottavél

Toko - Eco Wash in Proof, fyrir þvottavélar

Toko - Textile Proof, úði

Nikwax - TX. Direct spray-on, úði

Nikwax - Softshell Proof spray-on, úði

Nikwax - TX. Direct wash in & Tech Wash tvenna

Toko - Textile wash & proof tvenna

FATNAÐUR - vatnsvörn

Ný vara er oftar en ekki meðhöndluð með vatnsheftandi efni (DWR – Durable water repellent) og margar útivistarflíkur eru búnar vatnsheftandi filmum eins og Gore-Tex eða öðru sambærilegu. Með tímanum þá minnkar vörnin og því er nauðsynlegt að endunýja hana svo varan nýtist að fullu.

Yfirlit yfir vatnsvarnarefni:

Nikwax - TX. Direct wash in, fyrir þvottavél

Nikwax - Softshell Proof wash in, fyrir þvottavél

Toko - Eco Wash in Proof, fyrir þvottavélar

Toko - Textile Proof, úði

Nikwax - TX. Direct spray-on, úði

Nikwax - Softshell Proof spray-on, úði

Nikwax - TX. Direct wash in & Tech Wash tvenna

Toko - Textile wash & proof tvenna

ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR

  • Er Gore-Tex 100% vatnshellt?
    • Strangt til tekið ekki. Allar vatnsverndarfilmur enda á því að hleypa bleytu í gegn
      þegar efnið hefur náð til sín nægilega miklu magni af raka. Ef t.d. lagst er í á, þá mun
      Gore-Tex stakkurinn þinn blotna í gegn.
    • Hinsvegar þá eru mismörg lög af filmum í Gore-Tex flíkum og þar að leiðandi er
      vatnsvörnin mismunandi. Almenna reglan er að fleiri lög af filmu veita meiri vatnsvörn.
    • Gore-Tex “andar”, þeas að hiti og raki sem myndast innaní flíkinni, losnar auðveldlega út.
      Það veitir að sama skapi frábæra vindvörn.
  • Regnjakkinn minn lekur í gegn á nokkrum stöðum, er hann gallaður?
    • Með tíð og tíma þá missir vatnsvörnin eiginleikana sína, óhreinindi hafa líka áhrif.
      Því er mikilvægt að þrífa flíkina reglulega og endurnýja vatnsvörnina.
​Vatnsvörn – Gore-Tex

Vatnsvörn – Softshell

LEIÐBEININGAR – ÞVOTTAVÉL
  1. Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn.
  2. Fylgið sömu þvottaleiðbeiningum og hér að ofan.
  3. Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í skammtarann.
  4. Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
  5. Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
LEIÐBEININGAR – HANDÞVOTTUR
  1. Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn, fylgið þvottaleiðbeiningunum.
  2. Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í volgt vatn.
  3. Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
  4. Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
  5. Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
  6. Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
LEIÐBEININGAR – ÚÐI
  • Tryggið að flíkin sé hrein, fylgið þvottaleiðbeiningunum hér að ofan.
  • Gætið að undirlagi sé hlíft, lokið rennilásum og slíku og leggið flíkina flata.
  • Úðaðu jafnt yfir flíkina úr um það bil 15 cm fjarlægð.
  • Bíddu í um 2 mínutur og fjarlægðu síðan umfram efni með rökum klút.