Um Fjallakofann - About us

Fjallakofinn er útivistarvöruverslun með vörur í háum gæðaflokki. Fyrirtækið- og starfsfólk þess- hefur að geyma mikla reynslu á sviði útivistar og útiveru. Hvort sem verið er að tala um stuttar eða langar gönguferðir eða stærri leiðangra þá er Fjallakofinn staðurinn til að byrja á. Við eigum, eða útvegum, allt sem þarf af útbúnaði til góðrar útivistar frá mörgum þekktum og virtum framleiðendum.

Sími 510 9505 fjallakofinn@fjallakofinn.is

Ein algengasta spurning sem við fáum er; "Hvar er Fjallakofinn annars, í Kringlunni?
Uuuh nei reyndar ekki, en stærsta verslunin okkar, troðfull af vönduðum útivistarvörum, er á jarðhæðinni í Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar beint á móti Kringlunni. Það er nóg af bílastæðum við norðurenda hússins og sumir læða sér i stæði hjá Kringlunni og skjótast yfir götuna en við myndum náttúrlega aldrei mæla með því.

Á Reykjavíkurvegi 64 er svo ansi nett búð, harðpökkuð af útivistargræjum en þar byrjuðum við með Fjallakofann á sínum tíma. Þar fá Hafnfirðingar og nærsveitamenn allt það helsta í útivistina og náttúrlega frábæra þjónustu hjá Jóni Guðnasyni sem er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur.

Þriðja verslunin okkar er svo á Laugavegi 11 (við hliðina á veitingastaðnum Ítalíu og beint á móti Joe and the Juice). Þar ræður björgunarsveitakonan og fjallagarpurinn með meiru Elísabet Pálmadóttir öllu og hún ásamt Söru sem er frá Kína og talar íslensku, ensku og eðlilega kínversku, dekra við ferðalangana sem vantar hlýrri föt og allskonar smálegt í ferðalagið ekki síður en við Íslendingana sem þangað koma.

Og fyrir alla sem ekki ertu staddir á höfuðborgarsvæðinu erum við með ansi netta vefverslun sem er opin 24/7 alla daga ársins. Við sendum allt frá okkur innan 24 tíma frítt á næsta pósthús eða póstbox ef pantað er fyrir 6.000 kr eða meira. 

Sumsagt, þrjár pakkaðar dótabúðir, stærðarinnar vefverslun og fullt af starfsfólki sem veit allt mögulegt um allt sem snýr að útivist, skíðum, reiðhjólum og alls konar skemmtilegu. Hljómar það ekki bara frekar vel?

Sjáumst vonandi sem fyrst!

ENGLISH

Fjallakofinn aka. "The Mountain Hut" is an outdoor retail store with high quality outdoors products. The company and its staff have extensive experience in outdoor and outdoor activities. Whether you're going for short or long walks or larger expeditions, the hut is the place to start.

We provide all the necessary equipment for good outdoor activities from many well-known and respected manufacturers. And we also know a thing or two about Iceland and what to expect when travelling in in our lovely country :)

We're located right opposite Kringlan Shopping center so when you visit you can also browse more than 180 stores next door.

There is a free shuttle service going from Tourist information at City Hall and stops right outside our door. 

Tel. +354 510 9505 - fjallakofinn@fjallakofinn.is - http://www.fjallakofinn.is

Fjallakofinn ehf.

Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Kennitala: 500311-1420
VSK-númer: 107538

Kringlan 7                                         Laugavegur 11

 

 

 

 

 

Reykjavíkurvegur 64