Um Fjallakofann

Fjallakofinn er útivistarvöruverslun með vörur í háum gæðaflokki. Fyrirtækið- og starfsfólk þess- hefur að geyma mikla reynslu á sviði útivistar og útiveru. Hvort sem verið er að tala um stuttar eða langar gönguferðir eða stærri leiðangra þá er Fjallakofinn staðurinn til að byrja á. Við eigum, eða útvegum, allt sem þarf af útbúnaði til góðrar útivistar frá mörgum þekktum og virtum framleiðendum.

Hvar er verslun Fjallakofans?  Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar beint á móti Kringlunni.
Það er nóg af bílastæðum við norðurenda hússins og sumir læða sér i stæði hjá Kringlunni og skjótast yfir götuna en við myndum náttúrlega aldrei mæla með því.

Á Reykjavíkurvegi 64 er svo ansi nett búð, harðpökkuð af útivistargræjum en þar byrjuðum við með Fjallakofann á sínum tíma. Þar fá Hafnfirðingar og nærsveitamenn allt það helsta í útivistina og náttúrlega frábæra þjónustu.

Þriðja verslunin okkar er svo á Laugavegi 11 (við hliðina á veitingastaðnum Ítalíu og beint á móti Joe and the Juice). Starfsfólkið á Laugaveginum tala fjölmörg tungumál og þau dekra við ferðalangana sem vantar hlýrri föt og allskonar smálegt í ferðalagið ekki dekra ekki síður við okkur Íslendingana sem þangað koma.

Og fyrir alla sem ekki ertu staddir á höfuðborgarsvæðinu erum við með ansi netta vefverslun sem er opin 24/7 alla daga ársins. Við sendum allt frá okkur innan 24 tíma frítt á næsta pósthús eða póstbox ef pantað er fyrir 6.000 kr eða meira. 

Sumsagt, þrjár pakkaðar dótabúðir, stærðarinnar vefverslun og fullt af starfsfólki sem veit allt mögulegt um allt sem snýr að útivist, skíðum, reiðhjólum og alls konar skemmtilegu. Hljómar það ekki bara frekar vel?

Sjáumst vonandi sem fyrst!

LEIGUVEFURINN

Á leiguvef fjalalkofans getið þið leigt allan útbúnað fyrir fjallamennskuna eða útleiguna á hagstæðu verði. Kynnið ykkur úrvalið með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Fjallakofinn ehf.

Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Kennitala: 500311-1420
VSK-númer: 107538

Sími 510 9505

fjallakofinn@fjallakofinn.is

Kringlan 7                                         Laugavegur 11

 

 

 

 

 

Reykjavíkurvegur 64