Löffler primaloft mix hotbond jakkinn er vindþéttur og vatnsfráhrindandi. Primaloft einangrunin veitir góða hlýju og teygjan í hliðunum gefur góða öndun þannig að þessi jakki er tilvalinn sem millilag í útivist.
Efni: 80% polyester, 15% nælon, 5% elastane / 100% polyester / 100% polyester
Eiginleikar:
- Thermo-Velúr fóðrun að innan
- 60% primaloft einangrun að utan
- 2 rennilásavasar í hliðum og einn brjóstvasi
- teygja í mittið og ermum
- endurskin
- góð öndun og fljótþornandi efni