Marmot Starstruck buxurnar eru vandaðar einagraðar buxur fyrir vetrariðkunina, hvort heldur er fyrir skíði, snjóbretti eða bara fyrir útidag í snjónum. Buxurnar eru með MemBrain vatnsþéttu ytra lagi sem heldur öllu þurru og Thermal R einagrun sem heldur hitanum inni. Buxurnar eru með háu mitti og þéttum mittistreng, axlaböndum og tvöföldu stroffi á skálmum til að halda öllum snjó frá. Einstaklega vandaðar vetrarbuxur.
Efni: MEMBRAIN® 10 2L 100% POLYESTER
Helstu eiginleikar:
- Thermal R hitaeinagrun
- MemBrain vatnsheldni
- Rennilás á buxnavösum
- Aftakanleg axlabönd
- Buxnaskálm tvöföld með góðu stroffi til að halda snjó frá
Þyngd: 539 gr