Í tilefni af plastlausum september býður Fjallakofinn 20 - 25% afslátt á fjölnotaumbúðum. 

#plastlausseptember

Fjallakofinn tekur þátt í átakinu Plastlaus september, m.a. með því að afhenda vörur í bréfpokum og bjóða upp á fjölnota poka á afslætti. Við mælum einnig með þessum frábæru margnota drykkjarkönnum frá Lifeventure. Gott að taka þessa með sér fyrir bensínstöðvarkaffið, safann og bústið. Margnota er betra en einnota.

Í Plastlausum september, og alla aðra mánuði, er gott að hafa með sér fjölnota poka fyrir innkaupin. Pokarnir, hliðartöskurnar og bakpokarnir frá Sea to Summit eru sterkir, endingargóðir og fisléttir. Þeir pakkast líka niður í ekki neitt svo að auðvelt er að taka þá með sér í handtöskuna, hafa til taks í hanskahólfinu í bílnum eða einfaldlega að hengja á lyklakippuna. Sleppum plastinu, notum fjölnota.

Íslenska vatnið er það dásamlegasta í heimi og það er ónauðsynlegt að kaupa það út úr búð auk þess sem að það stuðlar að sóun á einnota plasti. Fyllum á vandaðar margnota vatnsflöskur og þá er vatnið alltaf til staðar.

Laugardaginn 16. september er dagur náttúrunnar og í Kringlunni er verið að velta fyrir sér skaðsemi plasts og leiðum til að draga úr notkun þess. Fjallakofinn tekur þátt í átakinu Plastlaus september og í tilefni dagsins bjóðum við 20% afslátt af öllum vatnsflöskum, pokum og margnota ílátum sem eru tilvalin fyrir nestið að heiman. Einnig minnum við á hið margfræga „Spork“ sem er tilvalið að hafa alltaf í töskunni sinni fyrir aðkeyptan mat og afþakka þá einnota plastskeiðar og plastgaffla. Munum að margnota er betra en einnota.