Í tilefni 15 ára afmælishátíðar FJALLAKOFANS sem stendur frá 20. til 30. júní viljum við efna til skemmtilegs myndaleiks með ykkur vinir góðir á Instagram.

Nánar hér!

INSTAGRAM - MYNDALEIKUR
#fjallakofinn15ara
Í tilefni 15 ára afmælishátíðar FJALLAKOFANS sem stendur frá 20. til 30. júní viljum við efna til skemmtilegs myndaleiks með ykkur vinir góðir á Instagram. Það eina sem þið þurfið að gera til að vera með er að pósta ljósmynd þar sem einhver búnaður frá FJALLAKOFANUM er sjáanlegur og merkja með myllumerkinu #fjallakofinn15ara auk þess að fylgja FJALLAKOFANUM á Instagram. Það eru 5 flokkar og í hverjum flokki eru 3 verðlaun þ.a. það er til einhvers að vinna!

Flokkarnir fimm eru: 
1. Búnaðurinn í fyrirrúmi ( t.d. Scarpa skórnir eða Völkl skíðin)
2. Íslenska náttúran í fyrirrúmi ( t.d. Helsport tjald við fjallavatn)
3. Fjölskyldan í fyrirrúmi ( fjölskyldan í tjaldi, á göngu, eða á skíðum)
4. Gleðin í fyrirrúmi ( allir brosandi út að eyrum úti að leika)
5. Vináttan í fyrirrúmi ( sést alltaf á myndum úti í náttúrunni)

Verðlaun í hverjum flokki fyrir fyrstu 3 bestu myndirnar sem dómnefnd velur eru sem hér segir þau sömu í hverjum flokki en svo fær einn af þessum 15 verðlaunahöfum, sérstök auka verðlaun! En það sem FJALLAKOFINN vill í staðinn er að fá afnot af þessum myndum á samfélagsmiðlum sínum.

1. Verðlaun - SCARPA Kinesis Pro ( KK ) eða Mythos Pro ( kvk) - 1 par.
2. Verðlaun - MARMOT – ROM softshell jakki - 1 stk.
3. Verðlaun - SMARTWOOL – Ullarbolur - 1 stk.

Aukaverðlaunin : ARCTERY´X ATOM LT JACKET ( dömu eða herra ).

Þessi keppni er í gangi á meðan á afmælishátíðinni stendur og dregið verður svo eftir að dómnefnd hefur lokið störfum og úrslitin kynnt 5 júlí nk.

Dómnefnd skipa : Halldór Hreinsson, eigandi, Ásmundur Þórðarson, markaðsstjóri og Árni Sæberg, ljósmyndari.