Nú er hægt að tryggja sér 2020 árgerðina af Rocky Mountain fjallahjólunum með sérstökum 15% forpöntunar afslætti.

Nánar á https://bike.is/

Forpöntun á Rocky Mountain fjallahjólum

 

Rocky Mountain eru margverðlaunuð fjallahjól frá Kanadísku fyrirtæki sem er staðsett í Vancouver við rætur Klettafjallanna. Rocky Mountain hefur verið að þróa hágæða fjallahjól frá árinu 1981 og þar er á ferðinni fólk með ástríðu fyrir fjallahjólreiðum. Stofnendurnir þrír Grayson Bain, Jacob Heilbron, og Sam Mak unnu við hjólaviðgerðir og byrjuðu að breyta hjólum til að henta betur til fjallahjólreiða. Eftir að hafa fengist við það í nokkur ár ákváðu þeir að mæta þörf fyrir betri fjallahjól og hefja eigin framleiðslu. Allt frá stofnum fyrirtækisins hefur Rocky Mountain alltaf haldið sérstöðu sinni og framleitt hjól sem hafa unnið til verðlauna hjólin og verið notuð af keppendum sem hafa orðið heimsmeistarar og unnið til verðlauna á Ólympíuleikum í fjallahjólreiðum.

 

Fjallakofinn hefur flutt inn Rocky Mountain  síðastliðin tvö ár. Nú hyggst Fjallakofinn aftur á móti flytja inn meira magn og ná þannig hagstæðara innkaupsverði og lægri flutningskostnaði. Því er nú verið að bjóða 15% forpöntunarafslátt. Til viðbótar við afsláttinn er kostur við forpöntunina að fjallahjólafólk getur valið hjólið sem nákvæmlega hentar þeim. Forpöntunin stendur til og með 12. október og hægt er að finna allar upplýsingar á bike.is.