Nú er tækifærið til að tryggja sér útbúnað fyrir næsta vetur á góðu verði!

Það er skynsamlegt að panta núna gönguskíðaútbúnað fyrir næsta vetur svo þú getir verið viss um að fá það sem þig vantar á réttum tima og að þú verðir klár þegar fyrsti snjórinn kemur. Við hjá Fjallakofanum erum með skíði frá austurríska framleiðandanum Kästle og hefur verið mikil ánægja með þau hjá okkar viðskiptavinum. Skíðin fást í mismunandi útfærslum, allt frá byrjendaskíðum og upp í keppnisskíði í hæsta gæðaflokki.

Hægt er að kynna sér betur úrvalið í bæklingnum.

Hér er svo hægt að sjá lengdar og þyngdartöflu til viðmiðunar.

Við munum vera með skíðaskó frá Alpina áfram, enda traust gæðamerki sem svíkur engan. En næsta vetur munum við einnig taka inn skó frá rússneska framleiðandanum Spine, mjög áhugavert merki þar á ferðinni og ætla þeir sér stóra hluti á næstu árum. 

PÖNTUNARFORM TIL ÚTFYLLINGAR