Forpöntunartilboð á 2021 keppnisbúnaðinum og Andrésar Andar TILBOÐ dagana 22.-29 apríl,  á eldri skíðabúnaði í Fjallakofanum og í netverslun Fjallakofans.

Kæri skíðaiðkandi,

Þrátt fyrir að skíðaveturinn hafi endað nokkuð skyndilega þá erum við í Fjallakofanum á fullu að undirbúa næstu vetur.  Því miður getum við ekki hist  á Andrésar Andar leikunum til að sýna þér og spá í Völkl skíðabúnaðinn með þér fyrir næsta vetur . Engu að síður viljum við halda í hefðina og bjóðum upp á sérstök Andrésar Andar TILBOÐ dagana 22.-29 apríl,  á eldri skíðabúnaði í Fjallakofanum og í netverslun Fjallakofans.

Einnig bjóðum við þér að panta fyrirfram það nýjasta nýtt frá Völkl og Dalbello en búið að er leggja mikla vinnu í að hanna ný Völkl skíði og Dalbello skíðaskó fyrir næsta vetur.

Nýju Völkl Skíðin

Völkl hefur ávallt lagt mikla áherslu á að framleiða skíði með þarfir barna og unglinga í huga. Völkl hefur nú sett fram nýja línu af svigskiðum, en á meðal helstu breytinga er að nú hefur framendinn verið gerður aðeins mýkri til þess að auðvelda byrjun beygjunar. Komin er ný plata á skíðin sem gefur betri samfellu í sveigju á skíðunum. Þessi nýju svig skíði skila nákvæmlega því sem lagt var upp með að ná fram – öruggur og auðveldur inngangur í beygju og frábær stöðugleiki í gegnum beygjuna.

Smelltu HÉR til að skoða kynningarmyndband

Nýju Dalbello skórnir

Dalbello hefur hannað nýjan  skó þar sem hugsað var út í hvert smáatriði í hönnunarferlinu, en barna og unglingaskórinn í stífleika 50,60,75 og 90LC er áfram óbreyttur enda reynst gríðarlega vel.

Nýju WC last 92

Helstu eiginleikar eru þynnri og þéttari skel sem skilar betri tilfinningu og svörun frá snjónum, betra samspil á milli neðri og efri hluta sem gefur mýkri fram hreyfingu, betri bakstuðningur við kálfa. Betri tunga í innri skó sem gefur betri og mýkri framhreyfingu.

Ef þig langar að vita meira eða fá ráðleggingar varðandi búnað, hafðu þá samband við okkar mann Egil Inga en hann hefur yfir 20 ára reynslu sem skíðaþjálfari á öllum getu stigum.

PÖNTUNAREYÐUBLAÐ - 2020 / 2021

TOKO EDGE TUNER TILBOÐ