Opnun nýja stórglæsilega verslun með útivistarvörur í Hallarmúla 2 fimmtudaginn 8. júlí 2021. 

Halldór Hreinsson og fjölskylda hans opnaði Fjallakofann fyrir 17 árum nánar tiltekið 1. Apríl 2004 með félaga sínum Jóni Inga Sigvaldasyni, í 17 m² húsnæði á annarri hæð í Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði. Nú 17 árum síðar er verið að opna 1700 m² verslun FJALLAKOFANS í Hallarmúla 2, sem Halldór á í dag með fjölskyldu sinni og félögum Jóni Heiðari Andréssyni og Hilmari Má Aðalsteinssyni. Verslunin í Hallarmúla verður flaggskipið en áfram verður verslun á Laugavegi 11. Verslunin í Kringlunni 7 mun einnig starfa áfram en með breyttu sniði sem verður kynnt síðar. 

Í nýrri verslun FJALLAKOFANS í Hallarmúla verður enn meira úrval en í Kringlunni og mun rýmra um allan fatnað og aðrar útivistarvörur og því hægt að þjónusta viðskiptavinina enn betur. Verslunin er hönnuð af Arkotek og framkvæmdum stjórnað af Jóni Heiðari Andréssyni rekstrarstjóra

Halldór framkvæmdarstjóri Fjallakofans segir að helsta ástæða þess að verið sé að opna stærri verslun í Hallarmúla sé sú gríðarlega sprenging sem hefur orðið í útivist hjá Íslendingum. Fjallakofinn hafi einfaldlega sprengt utan af sér núverandi húsnæði og þetta sé leiðin til þess að þjónusta viðskiptavinum Fjallakofans sem best. Mikil ásókn var í gönguskíðin frá Kastle og fjallaskíðin frá Völkl í vetur og þegar gosið hófst hafi tekið við enn meira kapphlaup við að ná í enn meira af  gönguskóm  frá Scarpa og útivistarfatnaði frá okkar helstu vörumerkjum Marmot, Patagonia og Arc'teryx. Það er alveg klárt að þessi aukni áhugi Íslendinga á allri almennri útivist hvort sem er að sumri eða vetri er komin til að vera og  Fjallakofinn í Hallarmúla er rétt skref til þess að mæta þessum hópi með enn betri þjónustu og ekki síður bættri aðkomu.  Starfsfólkið er mjög spennt að taka á móti viðskiptavinum Fjallakofans þegar að þau opna nýju verslunina, enda verður mikið af opnunartilboðum sem eiga að geta glatt viðskiptavinina segir Halldór.