Gjafalisti
Er brúðkaup á næstunni? Stórafmæli framundan? Er ekki kjörið að setja vandaðan útivistarbúnað, skó eða fatnað á óskalistann? Þá er tilvalið að gera gjafalista hjá okkur. Fjallakofinn mun svo gleðja brúðhjónin eða afmælisbarnið með rafrænu gjafabréfi að andvirði 15% af því sem var keypt af listanum.

Þið skoðið og verslið á heimasíðu Fjallakofans það sem þið óskið eftir og setjið það í körfuna. Þegar allt er komið inn sem ykkur langar í, þá haldið þið áfram í Ganga frá pöntun.

Skráið inn allar upplýsingar svo við getum haldið vel utan um ykkur.
Í  Afhendingarmáta hakið þið við Sækja í verslun Hallarmúla 2.
Í  Greiðslumöguleikar veljið þið  Millifærsla.
Að lokum þurfið þið að slá inn “Gjafalisti“ í reitinn  Upplýsingar, og smellið svo á Staðfesta pöntun.

Kerfið sendir þá staðfestingarpóst bæði til ykkar og okkar. Listinn verður síðan aðgengilegur í verslun Fjallakofans Hallarmúla 2, þar sem gestir ykkar geta skoðað hann og valið gjöf fyrir ykkur. Við merkjum svo við á listanum það sem hefur verið keypt.

Strax eftir veisluna fáið þið svo sent rafrænt gjafabréf fyrir 15% af andvirði þess sem keypt var í versluninni út frá listanum sem þið útbjuggu.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef það eru einhverjar spurningar.