Helsport Varanger Camp 12-14 manna tjald. Fyrsta tjaldið af “Lavvu” gerðinni sem var framleitt með hefðbundnum tjaldinngangi sem hentar fyrir allar aðstæður. Einstaklega stönðugt og sterkt 4ra árstíða tjald. Margverðlaunað tjald sem hefur m.a. verið valið besta vetrartjaldið af virtasta útivistartímariti Noregs.
Inngangurinn hefur verið stækkaður til að auðvelda umgengni og til að koma í veg fyrir að snjór eða rigning komist inn í taldið. Þessi stækkun er með 2 gluggum til að koma birtu betur inn og flugnaneti. Fjölmargar opnanir eru í tjaldinu, allar með flugnaneti, til að tryggja hámrks loftun.
Til að gera upplifunina ennþá ánægjulegri, þá er hægt að bæta við gólfi eða innratjaldi. Það er lika mögulegt að setja sérstaka kamínu inn í tjaldið sem er hituð með eldivið án þess að skapa eldhættu þar sem efnið í tjaldinu er meðhöndlað með eldheftandi efnum. Toppurinn á tjaldinu er með sérstöku loftunargati fyrir kamínuna.
Helstu upplýsingar:
- “Camp-entry” inngangur veitir betra skjól fyrir veðri og vindum.
- Tveir gluggar
- Eldheftandi efni
- Breytanleg oppnun í topp sem er stillt innanfrá
- Helsport AirFlow II® loftun
- Sérhannaðar festingar á línum gera þær stöðugri og takmarka að þær flækist
Stærð poka: 28 x 60cm
Þyngd tjalds: 9,43 kg (með hælum)
Þyngd hæla: 0,9 kg (37 hælar)
Stangir: 1 x 350 cmta
EFNI:
Ytra tjald: Helsport Rainguard 75D, 3000 mm
Stangir: 1 x álstöng, samsett