Helsport Valhall tjald

274.995 kr.

Helsport Valhall. Stórt fjölskyldutjald frá Helsport með allt að 210cm hæð í miðjunni.

Ekki til á lager

Helsport Valhall. Stórt fjölskyldutjald frá Helsport með allt að 210cm hæð í miðjunni. Þrátt fyrir umfang og stærð er einfalt að tjalda því, jafnvel fyrir einn aðila. Hægt er að kaupa allt að tvö svefnrými fyrir þetta tjald, fyrir 4 í hvort rými, alls 8 manns.

Það passa tvö svefnrými í sitthvorn endann. Fortjaldið er mjög stórt og staðsett fyrir miðju, 210 cm hæð fyrir miðju og 180 cm lægst. Ytra tjaldið kemur með góðri opnun og flugnaneti á tveim af sex opnunum. Tjaldið er mjög vindþolið og hentar því vel í íslenskar útilegur þar sem allra veðra er von.

Helstu upplýsingar:

  • Helsport AirFlow II® loftunarkerfið tryggir bestu loftun
  • Litaðar stangir fyrir einfaldari uppsetningu
  • 6 inngangar
  • Línustýringar sem gerir það að verkum að böndin flækjast síður
  • Passar með Helsport Lavvu viðarkamínunni
  • Svefnrými seld sér
  • Botn seldur sér

 

Stærð poka: 32 x 52cm
Þyngd tjalds: 10,73 kg (með hælum)
Þyngd hæla: 25 g (32 hælar)
Tjaldstangir þyngd: 3380 g

EFNI: Ytra tjald: Helsport Rainguard 75D, 3000 mm
Stangir: Yunan Pressfit (48 cm einingar)

 

 

Viðbótarupplýsingar

Grunnlitur

Grænn

Notkun

Útilega

Árstíð

Vor / Sumar

Merki

Helsport