Kästle XP30 Skinnskíðin eru hönnuð með þægindin að leiðarljósi. Skíðin eru með hertum grafít sóla fyrir gott rennsli og Hollowtech 2.0 tækni sem léttir skíðin. Skinnið er úr gerviefni sem tryggir gott grip og því engin þörf á áburðaþekkingu fyrir festusvæðið. XP30 skíðin eru léttari en XA10 skíðin en svipað breið.
Við mælum með skíðunum fyrir þau sem æfa skíði og stefna jafnvel á einhverjar almenningsgöngur.
Öll skíðin frá Kästle koma með NIS plötu.
Þyngdartafla frá framleiðanda:
Kastle XP 30 – Medium stifleiki
Lengd 180 cm (35-42 kg), 188 cm (40-58 kg), 196 cm (47-70 kg), 204 cm (70-85 kg)
Kastle XP 30 – Hard stifleiki
Lengd 180 cm (40-46 kg), 188 cm (50-70 kg), 196 cm (61-85 kg), 204 cm (80-96+ kg)
Við kaup á gönguskíðaútbúnaði er mælt með því að gefa upp hæð, þyngd og getustig svo hægt sé að velja útbúnað við hæfi.