Marmot Trestles Elite Eco 30 svefnpokinn er góður alhliða svefnpoki fyrir útileguna, sumarbústaðinn eða skálann, jafnvel þótt það gæti kólnað aðeins. Létt SHL-ElixiR Eco fyllingin gefur góða einangrun. Kemur með sterkum utanyfirpoka. Trestles Elite Eco – eru sömu svefnpokar og aðrir í Trestles línunni en mun umhverfisvænni, þar sem eingöngu eru notuð endurunnin efni við framleiðsluna þó að ekkert sé slegið af gæðakröfunum. Kvenpokarnir hafa meiri einangrun á lykilsvæðum.
Helstu eiginleikar:
- HL-ElixR Eco einangrun
- Samandraganlegur
- Gott fótapláss
- Lítið geymsluhólf í poka
- Rennilás opnast í báðar áttir
- Höldur utan á pokanum fyrir geymslu eða loftun
- Kemur með hlífðarpoka
Þægindamörk poka -1,3°C.
Þyngd 1133 gr.
Lengd: 183cm
Hitamælingar EN staðals
Þægindamörk: -1,3 °C
Lægri mörk: -7,4 °C
Efstu mörk: -25,3 °C