Pieps snjóflóðaþrenna. Allur snjóflóðaöryggisbúnaður sem þarf fyrir fjallamennskuna eða fjallaskíðunina. Samanstendur af Powder BT sendi, stækkanlegri T640 snjóskóflu og Alu 260 Sport stöng. Nauðsynlegur búnaður til fjalla að vetri til.
POWDER BT
Pieps Powder BT snjóflóðaýlir. Vandaður snjóflóðaýlir sem margfaldar líkur á því að finnast ef lent er í snjóflóði. Mikilvægur öryggisbúnaðir til fjalla. Hægt að tengja við síma með Bluetooth og uppfæra í með PIEPS appi.
ÍTARLEG SJÁLFVIRK YFIRFERÐ
Fer yfir allan hugbúnað og vélbúnað ásamt því að sýna númer hugbúnaðarútgáfunnar.
SKÝR SKJÁR
Við öll birtuskilyrði
FULLKOMIN MERKING Á ÝLI
Þökk sé öflugri og nákvæmri meðhöndlun á merkjum.
PIEPS TRUFLUNARVÖRN
Allri utanaðkomandi truflun er eytt eða lágmörkuð:
Sjálfvirk skipting loftneta í sendingarham: Ef sendiloftnet verður fyrir áhrifum utanaðkomandi truflunar þá skiptir ýlirinn sjálfkrafa í það loftnet sem verður fyrir minnstri truflun.
Staðfesting á merki – í leitarham: Ýlirinn tekur bara viðurkennd 457kHz merki.
iPROBE STUÐNINGUR
Með Pieps iProbe snjall snjóflóðastöng er hægt að setja ýlinn tímabundið í pásu frá sendingu þ.a. í leit af mörgum ýlum geta allir aðrir haldið áfram að leita að næsta ýli án þess að koma að þessum ýli og merkja.
SJÁLFVIRK SKIPTING FRÁ LEIT Í SENDINGU
Ýlirinn skiptir sjálfkrafa frá leit yfir í sendingu þegar ýlir er hreyfingalaus í ákveðinn tíma ef ske kynni að leitarmaður lendir í snjóflóði.
HÓP ATHUGUN
Hægt er að athuga sendingu og leit á ýlum ferðafélaganna. PIEPS mælir með að þetta sé gert fyrir hverja ferð.
BURÐARÓL FYLGIR
Slitþolin og létt burðartaska
Neoprene poki með mjúkri axlaról
Quick-Pull búnaður sem tryggir snöggt aðgengi að búnaðinum
HELSTU EIGINLEIKAR
- Hámarks drægni 60m
- Breidd leitargeisla 60m
- Ummál mm (l x b x h): 118 x 76 x 29)
- Þyngd með batteríum: 230 gr
- Aflgjafi: 3 batterí (AAA)
- Líftími raflöðu 300 klst
- Senditíðni (kHz): 457
- Senditíðni (kHz) samkvæmt EN30007 18: 457
- Hitaþol -20°C til +45°C
T640 SNJÓFLÓÐASKÓFLA
Helstu eiginleikar:
- T-handfang sem snýst ekki við notkun
- Sérstakt stöm áferð á hnadfangi fyrir betra grip
- “Quick Lock” hnappur til að lenga eða stytta skófluna eftir þörfum
- Séráferð á skóflunni sem losar snjó vel af
- Brýndur skurðarflötur
- “Rescue sledge function”
- Gott fótgrip
- Sterk og endigargóð, án þyngdaraukningar
ALU SPORT 260 SNJÓFLÓÐASTÖNG
Ál snjóflóðastöng
Einföld í samsetningu. Sentimetra-mælikvarði á stönginni til að mæla dýpt.
Lengd: 260cm
Sverleiki: 12,5mm
Fjöldi leggja: 6
Þyngd: 295 gr