Sea to Summit Telos TR2/TR3 Plus. Einstaklega létt og sterkt 3ja árstíða göngutjald. Tjaldið er frístandandi og með góðri veðurvörn, einstaklega góð fjölstillanleg loftun. Kemur með góðu undirlagi sem þolir meiri raka og vætu en gengur og gerist. Ytra tjaldið má nota sem alhliða veðurskjól.
Helstu eiginleikar:
- Einstaklega létt tjald í bakpokaferðina, einungis TR2 – 1,706 / TR3 – 2,12 kg
- Hannað fyrir 3ja árstíða útivist. Innra tjaldið er gert úr þéttu efni fyrir enn meira kuldaþol
- 15cm hár og 4000mm vetnsþéttur botn fyrir rakar og blautar aðstæður
- “Tension Ridge” gerir tjaldið enn hærra þannig að það er meira pláss í því og stærri opnun
- Litakóðaðar DAC NSL “two-hub” stangir fyrir einfalda uppsetningu
- Hannað til að endast, framleitt úr hágæða hráefni
- “Hangout Mode” breytir tjaldinu í hálfopnu skýli (þarf göngustafi til að halda uppi)
- “FairShare storage system”, tjaldið pakkast í 3 poka sem er hægt að dreifa á milli aðila til að létta burðinn. Eftir að tjaldið hefur verið sett upp, þá má nota pokana sem geymslu fyrir mat eða búnað
- “Lightbar”, festing fyrir ljós efst í tjaldinu
- “Apex Vent” loftun í efsta hluta, til að koma í fyrir rakamyndun. Hægt að loka fyrir með rennilás að innaverðu.
- “Baseline Vents” loftun í botninum sem er hægt að stilla til allt eftir þörfum, heldur raka og regni frá.
- Hægt að setja upp regnvörn áður en tjaldið er sett upp til að setja upp og taka niður tjaldið í þurru
- Inniheldur 8 hæla og 4 stög fyrir meiri vindheldni
- Einfaldar smellufestingar til að festa stangir við botninn
Þyngd: TR2 1,706 / TR3 2,12kg
Pökkuð stærð: 15 x 48cm
Hentar fyrir: TR2 – 2 fullorðna / TR3 – 3 fullorðna
Stærð:
Hæð tjalds: 110 / 133cm
Lengd: 215 / 230cm
Breidd: 109 / 147cm
Efni
15cm 4000mm Hydrostatic 30D nælon botn
20D ripstop nælon innratjald
Silicone / Polyether Polyurethane-húðað 15D nælon ytra tjald