SKÍÐALEIGA


Skíðaleigan Hlíðarfjalli - Velkomin í eina stærstu skíðaleigu landsins
Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum og erlendum ferðamönnum upp á eina stærstu skíðaleigu á landinu. Erum með búnað fyrir um 400 manns í öllum stærðum og gerðum. Leigan býður uppá svigskíða- og brettabúnað, fjallaskíði ásamt snjóflóðaþrennu, sleddogs, snjóþrúgur og stigasleða. Í leigunni er einnig vel útbúið verkstæði, sem hefur aukið notkunargildi sitt undanfarin ár. Leigan er staðsett vestan við skíðahótelið í vel merktu húsnæði.
Að mestu leyti er búnaðurinn frá Fjallakofanum þ.e.a.s. Völkl svig- og fjallaskíði, Dalbello skíðaskór, Scarpa fjallaskíðaskór, Nidecker bretti og skór. Skíði frá 70cm og Bretti frá 90cm.
Skíðaskórnir eru sérstakir leigurskór sem eru almennt breiðir yfir rist og kálfa. Stærðir á skíðaskóm eru frá 14,5 til 32,5 í Mondo point. Það samsvarar sér í 27 til 50 í venjulegum skóstærðum. Hér er stærðartafla fyrir Mondo stærðir, miðað við hefðbundnar skóstærðir.
Leigjum einnig út fatnað, stigasleða, snjóþotur, beisli og fleira fyrir börn.
Ertu að leita að leigu á fjallaskíðum eða fjallabúnaði? Smelltu þá hér.


VERÐ
Skíða- og brettaleigan er með nýlegan og vandaðan búnað fyrir alla aldurshópa.







LEIGT & KEYPT
Að erlendri fyrirmynd bjóðum við nú fólki að leigja ný skíði hjá okkur í Hlíðarfjalli fyrir þau sem vilja prófa áður en þau kaupa. Það er því hægt að prófa ný skíði sem eru í sölu hjá Fjallakofanum og ef fólki líkar vel við þá er hægt að kaupa skíðin. Myndi þá leiguverðið ganga upp í kaupverðið. Innifalið í leiguverðinu er að prófa allt að þrjár gerðir af mismunandi lengdum/gerðum af skíðum yfir daginn og hægt að kaupa skíðin sem líka best.
Í dag eru svig- göngu og fjallaskíði í boði. Stefnt er að því að bjóða einnig snjóbretti og splitboard í framtíðinni. Framboð af skíðum mun ráðast af eftirspurn í þessa nýju þjónustu.
Leigðu & keyptu svigskíði (aðeins skíði) 6.000 / Leigðu & keyptu gönguskíða pakka 4.900.
Aðeins boðið uppá eins dags leigu. Leiguverð gengur uppí kaupverð skíðanna.
LEIGT OG KEYPT er líka í boði á skíðasvæðinu Tindastól Sauðarkrók og skíðasvæðinu Skarðsdal Siglufirði.

FYRSTA SKIPTI AÐ LEIGJA BÚNAÐ
Forskráning upplýsinga í leigukerfið er best að gera heima. Þú þarft að vita nákvæmlega hæð,þyngd, skóstærð og getustig viðkomandi (sjá skilmálar).
- Skráðu allar upplýsingar í skíðaleigukerfið okkar.
- Settu upplýsingar um alla þá sem eru að koma með þér og ætla að leigja búnað.
- Upplýsingarnar sem þú setur þarna inn eru notaðar til þess að velja réttan búnað og stilla hann eftir þeim upplýsingum sem þú hefur gefið okkur. Þess vegna er mikilvægt að setja réttar upplýsingar í kerfið.
- Þú færð strikamerki sent í tölvupósti þegar þú hefur lokið skráningu.
- Þetta ferli þarf bara að gera einu sinni þú ert þá til í kerfinu hjá okkur.
ATH. þetta er forskráning upplýsinga en ekki pöntun á búnaði
- Í afgreiðslu skíðaleigunnar synir þú strikamerkið eða gefur upp nafn og símanúmer.
- Næst er að greiða. Síðan mátar þú skóbúnaðinn, við stillum búnaðinn og þá ert þú tilbúinn fyrir brekkurnar.
- Þegar búið er að njóta útiverunnar þá er búnaðinum skilað í skíðaleiguna í þar til gerða rekka. Við skönnum síðan búnaðinn út og ef það vantar eitthvað þá höfum við samband við þig.
- Þeir sem leigja í meira en ein dag í einu skila búnaðinum í loka leigutíma.

VERKSTÆÐI
Verkstæði skíðaleigunnar sinnir viðgerðum og viðhaldi á búnaði fyrir skíðaleiguna. Þó er viðskiptavinum velkomið að koma með sinn eigin búnað í yfirhalningu. Við erum með öflugan varahlutalager.
