Karfan þín

Skíðaverkstæði

Verkstæði & þjónusta

Vel búið hjóla- & skíðaverkstæði

Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum upp á vel útbúið verkstæði fyrir skíði og hjól í verslun okkar að Hallarmúla 2. Á verkstæðunum eru sérþjálfaðir starfsmenn sem hafa starfað við viðgerðir og þjónustu í mörg ár. 

Öll vörumerki eru velkomin til viðgerðar hjá okkur!

Eins kappkostum við að reyna eftir fremsta megni að leysa úr öllum mögulegum málum sem koma upp varðandi hugsanlega galla eða óeðlileg slit á öllum okkar vörum eins fljótt og kostur er.

Fjallakofinn ehf.

Hjóla & skíðaverkstæði
Hallarmúla 2, 108 Reykjavík

Afgreiðsla hjóla er fyrir aftan húsið.

Verkstæði

TÍMAPANTANIR

Nauðsynlegt er að panta þarf tíma fyrirfram í gegnum Noona síðuna, á hjol@fjallakofinn.is, eða í síma 510-9505.

Tilkynna þarf komu í síma 510-9505 eða hringja bjöllu við verkstæðisinngang að baki verslunar Fjallakofans, Hallarmúla 2 við komu. Tímagjald hjólaverkstæðis Fjallakofans er kr.11.995. Þrifagjald er kr. 5.995.

Ath! Öll hjól sem við fáum til okkar í þjónustu eru þrifin, séu þau ekki hrein við afhendingu. Rukkað er fyrir öll þrif skv. verðskrá, eða í tímagjaldi séu þau í lágmarki.

Skoðun á fatnaði, skóm eða búnaði

Stundum lendum við í óhöppum eða slysum með flíkurnar okkar og þá getum við metið hvort að hægt sé að lagfæra flíkina.

Ef það er eitthvað vafamál með flíkina þá er hægt að koma með hana til skoðunar.

Skoðun og viðgerð getur tekið allt að 7-14 daga.

Vinsamlegast takið með kvittun fyrir kaupunum, sé það mögulegt.

Skór slitna eins og bíldekkin. Á okkar sterkustu fjallgönguskóm er hægt að endursóla skóna á viðurkenndum skóvinnustofum og halda göngunni áfram.

Ef það er eitthvað vafamál með nýlega skó þá er hægt að koma með þá til skoðunar.

Skoðun og viðgerð getur tekið allt að 7-14 daga.

Vinsamlegast takið með kvittun fyrir kaupunum, sé það mögulegt.

Gefum hlutunum framhaldslíf. Við getum útvegað ýmsa varahluti fyrir búnað sem við seljum en getum ekki tryggt að þeir séu til á lager.
Best er að koma með búnaðinn til skoðunar og við metum og ráðleggjum svo með framhaldið.

Skoðun og viðgerð getur tekið allt að 7-14 daga.

Vinsamlegast takið með kvittun fyrir kaupunum, sé það mögulegt.

Reynsla

Gæði

Fagmennska

Fáðu fréttir af því
nýjasta!

Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu fyrstur til að fá fréttir af tilboðum