Fræðsla & upplýsingar
Umhirða & meðhöndlun
Þegar flík eða eru ný, þá oftar en ekki kemur hún með vatnsvörn, veðurvörn eða annarri vörn sem er ætlað að verja notandan fyrir veðri og vindum. Rétt eins og bónið á nýja bílnum þá rýrist þessi vörn með tímanum. Því er hætt við að flíkin missi vörnina, sé henni ekki viðhaldið.
Það er því nauðsynlegt að þrífa og meðhöndla reglulega til að bæði viðhalda vörninni sem flíkinni er ætlað að veita, sem og til að viðhalda og jafnvel lengja í endingartímanum á flíkinni
FATNAÐUR
ÞRIF Á FATNAÐI
Það er mikilvægt að þvo fatnaðinn reglulega svo hann endist betur og tæknilegir eiginleikar hans nýtist að fullnustu. Með tímanum þá valda almenn óhreinindi og líkamsolíur því að vatnsheldni og öndun fatnaðarins verður lakari og því er mikilvægt að þrífa fatnaðinn með þar til gerðum þvottaefnum.
Venjuleg þvottaefni geta skilið eftir sig leifar sem getur varanlega takmarkað öndun og vatnsheftandi eiginleika vörunnar. Óhreinindi geta að auki skemmt rennilása.
- Festið alla rennilása og komið flíkinni fyrir í þvottavélinni.
- Tryggið að engar gamlar leifar af þvottaefni séu í skammtaranum.
- Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í skammtarann.
- Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
- Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
- Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í volgt vatn.
- Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
- Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
- Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
- Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
- Almennt er ekki gert ráð fyrir að setja í þurrkara, nema flíkin sé merkt þannig.
- Hengið flíkina á herðatré eða leggið þannig að hún þorni á eðlilegan hátt.
- Við meðhöndlun á dúnfatnaði fæst besta útkoman að setja hann þrisvar sinnum í þvottavél á hæga vindu.
- Ef þvottaleiðbeiningar heimila þurrkun á dúnfatnaði, þá er gott að setja þurrkarann á lága stillingu og toga til reglulega til að slá lofti aftur í dúninn. Það að setja tennisbolta í þurrkarann getur líka hjálpað til við að losa um “klumpa” og ná betri loftun.
Yfirlit yfir þvottaefni
No posts found!
Fræðslumyndbönd - þvottur á fatnaði
VATNSVÖRN Á FATNAÐI
Ný vara er oftar en ekki meðhöndluð með vatnsheftandi efni (DWR – Durable water repellent) og margar útivistarflíkur eru búnar vatnsheftandi filmum eins og Gore-Tex eða öðru sambærilegu.
Með tímanum þá minnkar vörnin og því er nauðsynlegt að endunýja hana svo varan nýtist að fullu.
- Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn.
- Fylgið sömu þvottaleiðbeiningum og hér að ofan.
- Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í skammtarann.
- Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
- Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
- Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn, fylgið þvottaleiðbeiningunum.
- Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í volgt vatn.
- Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
- Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
- Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
- Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
Tryggið að flíkin sé hrein, fylgið þvottaleiðbeiningunum hér að ofan.
- Gætið að undirlagi sé hlíft, lokið rennilásum og slíku og leggið flíkina flata.
- Úðaðu jafnt yfir flíkina úr um það bil 15 cm fjarlægð.
- Bíddu í um 2 mínutur og fjarlægðu síðan umfram efni með rökum klút.
Yfirlit yfir vatnsvarnarefni
No posts found!
Fræðslumyndband - þvottur & vatnsvörn á fatnaði
Algengar spurningar & svör tengt fatnaði
Stærðir framleiðenda geta verið misjafnar, hér er yfirlit yfir stærðartöflunar.
Í mörgum tilfellum þá er hægt að gera við skemmdir, sumt getið þið lagað sjálf eða farið með á sumastofu.
Já, við bjóðum upp á límbætur sem loka götum.
Við bjóðum ekki upp á nýja rennilása, en hins vegar erum við með rennilásahausa sem geta endurbætt bilaða rennilása.
- Strangt til tekið ekki. Allar vatnsverndarfilmur enda á því að hleypa bleytu í gegn þegar efnið hefur náð til sín nægilega miklu magni af raka. Ef t.d. lagst er í á, þá mun
Gore-Tex stakkurinn þinn blotna í gegn. - Hinsvegar þá eru mismörg lög af filmum í Gore-Tex flíkum og þar að leiðandi er vatnsvörnin mismunandi. Almenna reglan er að fleiri lög af filmu veita meiri vatnsvörn.
- Gore-Tex “andar”, þeas að hiti og raki sem myndast innaní flíkinni, losnar auðveldlega út. Það veitir að sama skapi frábæra vindvörn.
- Með tíð og tíma þá missir vatnsvörnin eiginleikana sína, óhreinindi hafa líka áhrif. Eins og með bónið á bílnum, þá þarf að viðhalda því. Því er mikilvægt að þrífa flíkina reglulega og endurnýja vatnsvörnina.