Fræðsla & upplýsingar
Umhirða & meðhöndlun
Gott skótau er míkið þarfaþing, enda er umhverfi okkar ekki hentugt fyrir það að ganga um berfætt, þótt það sé vissulega frískandi á hlýjum fallegum dögum.
Það er því nauðsynlegt að ganga vel um skótauið eins og við gerum við fatnaðinn okkar; við þrífum hann reglulega og jafnvel berum á vatnsverndandi eiginleika til að flík nýtist okkur sem best.
Með smá ást, þá munu skórnir endast betur, gagnast betur og koma okkur lengra.
SKÓR
ÞRIF & MEÐHÖNDLUN
Skórnir eru tilbúnir til notkunar beint úr kassanum, ekki er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir áður en skórnir eru notaðir. Hins vegar er gott að temja sér ákveðna umgengi í kringum skófatnað svo hann endist sem best og nýtist að fullnustu.
Á það sérstaklega við um leðurskó, þar sem leðrið rétt eins og húðin okkar þarfnast umönnunar svo hún endist. Eins er nauðsynlegt að þrífa skóna reglulega til að hámarka endingu og notkun.
- Ekki setja leðurskó í þvottavélina.
- Notið volgt vatn og bursta.
- Skrúbbið öll óhreinindi af og skolið eftir þörfum.
- Látið skóna þorna áður en vatnsvörn eða feiti er borin á, vax getur farið beint á skóna þótt þeir séu blautir.
- Ekki er ráðlagt að setja skó í eða á ofn til þurrkunnar.
- Tryggið að skórnir séu hreinir, fylgið leiðbeiningum hér að ofan.
- Vax má bera beint á blauta skó.
- Berið vaxið eða áburðin á með mjúkum svampi, fylgir með í flestum tilfellum.
- Notið fingur til að bera á svæði sem erfitt er að komast að með svampinum, t.d. í kringum sauma eða samskeyti.
- Fjarlægið umframefni með rökum klút þar sem við á.
- Það er hægt að nota skóna strax eftir meðhöndlun.
- Tryggið að skórnir séu hreinir, fylgið leiðbeiningum hér að ofan.
- Skórnir þurfa að vera þurrir til að tryggja bestu vörnina.
- Haldið brúsanum 25 cm frá skónum og úðið jafnt yfir svo allir fletir blotna örugglega.
- Fjarlægið umframefni með rökum klút þar sem við á.
- Látið skóna þorna á eðlilegan hátt fyrir notkun, 3-4 klt.
Yfirlit yfir umhirðuefni
No posts found!
Fræðslumyndbönd
Algengar spurningar & svör tengt skóm
Leður hefur náttúrulega vatnsþéttni og kemur með vatnsheftandi meðhöndlun frá framleiðenda. Hinsvegar þá eyðist þessi filma smátt og smátt við notkun og við langvarandi bleytu þá byrjar leðrið að draga í sig meiri raka sem getur orsakað rakar fætur.
Æsklegt er þvi að hreinsa og endurnýja vatnsvörnina reglulega, sérstaklega eftir mjög blauta daga. Eins er mikilvægt að reima þétt.
Það er ekki mælt með því að þurrka skó í ofninum eða setja þá á ofn. Leðrið þornar þá upp, lím getur losnað og það geta myndast sprungur, sem þá mögulega valda leka þegar fram í sækir.
Já, það er yfirleitt annað hvort hægt að líma sólann aftur eða setja nýjan, allt eftir því hvort að sólinn sé skemmdur eða ekki.