Karfan þín

Umhirða á skóm

Fræðsla & upplýsingar

Umhirða & meðhöndlun

Gott skótau er míkið þarfaþing, enda er umhverfi okkar ekki hentugt fyrir það að ganga um berfætt, þótt það sé vissulega frískandi á hlýjum fallegum dögum. 

Það er því nauðsynlegt að ganga vel um skótauið eins og við gerum við fatnaðinn okkar; við þrífum hann reglulega og jafnvel berum á vatnsverndandi eiginleika til að flík nýtist okkur sem best.

Með smá ást, þá munu skórnir endast betur, gagnast betur og koma okkur lengra.

SKÓR

ÞRIF & MEÐHÖNDLUN

Yfirlit yfir umhirðuefni

No posts found!

Fræðslumyndbönd

Algengar spurningar & svör tengt skóm

Leður hefur náttúrulega vatnsþéttni og kemur með vatnsheftandi meðhöndlun frá framleiðenda. Hinsvegar þá eyðist þessi filma smátt og smátt við notkun og við langvarandi bleytu þá byrjar leðrið að draga í sig meiri raka sem getur orsakað rakar fætur. 

Æsklegt er þvi að hreinsa og endurnýja vatnsvörnina reglulega, sérstaklega eftir mjög blauta daga. Eins er mikilvægt að reima þétt. 

Það er ekki mælt með því að þurrka skó í ofninum eða setja þá á ofn. Leðrið þornar þá upp, lím getur losnað og það geta myndast sprungur, sem þá mögulega valda leka þegar fram í sækir. 

Já, það er yfirleitt annað hvort hægt að líma sólann aftur eða setja nýjan, allt eftir því hvort að sólinn sé skemmdur eða ekki.