Karfan þín

Umhirða

Umhirða

FATNAÐUR - þrif

Það er mikilvægt að þvo fatnaðinn reglulega svo hann endist betur og tæknilegir eiginleikar hans nýtist að fullnustu. Með tímanum þá valda almenn óhreinindi og líkamsolíur því að vatnsheldni og öndun fatnaðarins verður lakari og því er mikilvægt að þrífa fatnaðinn með þar til gerðum þvottaefnum. Venjuleg þvottaefni geta skilið eftir sig leifar sem getur varanlega takmarkað öndun og vatnsheftandi eiginleika vörunnar. Óhreinindi geta að auki skemmt rennilása.

Yfirlit yfir þvottaefni:

Nikwax - Wool wash fyrir ull

Nikwax - Down wash fyrir dúnfatnað

Toko - Eco Textile wash fyrir gerfiefni

Toko - Eco Softshell wash fyrir Softshell

Nikwax - Tech Wash fyrir skeljar og almennan þvott

Nikwax - Base wash fyrir gerfiefni

Toko - Eco Wool wash fyrir ullarvörur

Toko - Eco Down wash fyrir dúnvörur

LEIÐBEININGAR – ÞVOTTAVÉL
 1. Festið alla rennilása og komið flíkinni fyrir í þvottavélinni.
 2. Tryggið að engar gamlar leifar af þvottaefni séu í skammtaranum.
 3. Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í skammtarann.
 4. Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
 5. Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
LEIÐBEININGAR – HANDÞVOTTUR
 1. Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í volgt vatn.
 2. Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
 3. Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
 4. Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
 5. Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
LEIÐBEININGAR – ÞURRKUN
 • Almennt er ekki gert ráð fyrir að setja í þurrkara, nema flíkin sé merkt þannig.
 • Hengið flíkina á herðatré eða leggið þannig að hún þorni á eðlilegan hátt.
 • Við meðhöndlun á dúnfatnaði fæst besta útkoman að setja hann þrisvar sinnum í þvottavél á hæga vindu.
 • Ef þvottaleiðbeiningar heimila þurrkun á dúnfatnaði, þá er gott að setja þurrkarann á lága stillingu og toga til reglulega til að slá lofti aftur í dúninn. Það að setja tennisbolta í þurrkarann getur líka hjálpað til við að losa um “klumpa” og ná betri loftun.

Meðhöndlun og þvottur – Gore-Tex

Meðhöndlun og þvottur – Dúnfataður

LEIÐBEININGAR – ÞVOTTAVÉL
 1. Festið alla rennilása og komið flíkinni fyrir í þvottavélinni.
 2. Tryggið að engar gamlar leifar af þvottaefni séu í skammtaranum.
 3. Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í skammtarann.
 4. Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
 5. Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
LEIÐBEININGAR – HANDÞVOTTUR
 1. Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko hreinsiefni í volgt vatn.
 2. Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
 3. Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
 4. Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
 5. Ef áætlað er að setja vatnsvörn á flíkina, endurtakið með vatnsvarnarefni.
LEIÐBEININGAR – ÞURRKUN
 • Almennt er ekki gert ráð fyrir að setja í þurrkara, nema flíkin sé merkt þannig.
 • Hengið flíkina á herðatré eða leggið þannig að hún þorni á eðlilegan hátt.
 • Við meðhöndlun á dúnfatnaði fæst besta útkoman að setja hann þrisvar sinnum í þvottavél á hæga vindu.
 • Ef þvottaleiðbeiningar heimila þurrkun á dúnfatnaði, þá er gott að setja þurrkarann á lága stillingu og toga til reglulega til að slá lofti aftur í dúninn. Það að setja tennisbolta í þurrkarann getur líka hjálpað til við að losa um “klumpa” og ná betri loftun.

Meðhöndlun og þvottur – Gore-Tex

Meðhöndlun og þvottur – Dúnfataður

FATNAÐUR - vatnsvörn

Ný vara er oftar en ekki meðhöndluð með vatnsheftandi efni (DWR – Durable water repellent) og margar útivistarflíkur eru búnar vatnsheftandi filmum eins og Gore-Tex eða öðru sambærilegu. Með tímanum þá minnkar vörnin og því er nauðsynlegt að endunýja hana svo varan nýtist að fullu.

Yfirlit yfir vatnsvarnarefni:

Nikwax - TX. Direct wash in, fyrir þvottavél

Nikwax - Softshell Proof wash in, fyrir þvottavél

Toko - Eco Wash in Proof, fyrir þvottavélar

Toko - Textile Proof, úði

Nikwax - TX. Direct spray-on, úði

Nikwax - Softshell Proof spray-on, úði

Nikwax - TX. Direct wash in & Tech Wash tvenna

Toko - Textile wash & proof tvenna

LEIÐBEININGAR – ÞVOTTAVÉL
 1. Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn.
 2. Fylgið sömu þvottaleiðbeiningum og hér að ofan.
 3. Hellið nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í skammtarann.
 4. Þvoið samkvæmt leiðbeiningum flíkarinnar.
 5. Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
LEIÐBEININGAR – HANDÞVOTTUR
 1. Tryggið að fatnaðurinn sé hreinn, fylgið þvottaleiðbeiningunum.
 2. Helltu nauðsynlegu magni af Nikwax eða Toko vatnsvarnarefni í volgt vatn.
 3. Dýfið flíkinni í vatnið og hrærið til að blanda vel saman.
 4. Látið liggja í bleyti í 5 – 10 mínútur.
 5. Skolið rækilega þangað til að vatn rennur ómengað úr flíkinni.
 6. Hengið upp til þerris, ekki setja í þurrkara.
LEIÐBEININGAR – ÚÐI
 • Tryggið að flíkin sé hrein, fylgið þvottaleiðbeiningunum hér að ofan.
 • Gætið að undirlagi sé hlíft, lokið rennilásum og slíku og leggið flíkina flata.
 • Úðaðu jafnt yfir flíkina úr um það bil 15 cm fjarlægð.
 • Bíddu í um 2 mínutur og fjarlægðu síðan umfram efni með rökum klút.

ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR

 • Er Gore-Tex 100% vatnshellt?
  • Strangt til tekið ekki. Allar vatnsverndarfilmur enda á því að hleypa bleytu í gegn
   þegar efnið hefur náð til sín nægilega miklu magni af raka. Ef t.d. lagst er í á, þá mun
   Gore-Tex stakkurinn þinn blotna í gegn.
  • Hinsvegar þá eru mismörg lög af filmum í Gore-Tex flíkum og þar að leiðandi er
   vatnsvörnin mismunandi. Almenna reglan er að fleiri lög af filmu veita meiri vatnsvörn.
  • Gore-Tex “andar”, þeas að hiti og raki sem myndast innaní flíkinni, losnar auðveldlega út.
   Það veitir að sama skapi frábæra vindvörn.
 • Regnjakkinn minn lekur í gegn á nokkrum stöðum, er hann gallaður?
  • Með tíð og tíma þá missir vatnsvörnin eiginleikana sína, óhreinindi hafa líka áhrif.
   Því er mikilvægt að þrífa flíkina reglulega og endurnýja vatnsvörnina.
​Vatnsvörn – Gore-Tex

Vatnsvörn – Softshell

SKÓR

Skórnir eru tilbúnir til notkunar beint úr kassanum, ekki er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir áður en skórnir eru notaðir. Hins vegar er gott að temja sér ákveðna umgengi í kringum skófatnað svo hann endist sem best og nýtist að fullnustu. Á það sérstaklega við um leðurskó, þar sem leðrið rétt eins og húðin okkar þarfnast umönnunar svo hún endist. Eins er nauðsynlegt að þrífa skóna reglulega til að hámarka endingu og notkun.

Yfirlit yfir þrifefni, vatnsvarnarefni og áburð fyrir skó:

Nikwax - Footwear hreinsisápa

Nikwax - Waterproof vax fyrir leður, vax

Toko - Eco Shoe Fresh lyktareyðir, úði

Toko - Shoe Proof & care vatnsvörn, úði

Nikwax - Fabric & Leather proof fyrir efni og leður, svampur

Nikwax - Nubuck & Suede proof fyrir rúskinn og leður, svampur

Toko - Beeswax, leðurvax

Toko - Leather balm, leðurvax

Nikwax - Fabric & Leather proof fyrir efni og leður, úði

Nikwax - Nubuck & Suede proof fyrir rúskinn og leður, úði

Scarpa - Waterproofer & Reviver vatnsheldni, úði

Scarpa - Waterproofer Fatliquor vatnsheldni, krem

LEIÐBEININGAR – ÞRIF
 • Ekki setja leðurskó í þvottavélina.
 • Notið volgt vatn og bursta.
 • Skrúbbið öll óhreinindi af og skolið eftir þörfum.
 • Látið skóna þorna áður en vatnsvörn eða feiti er borin á, vax getur farið beint á skóna þótt þeir séu blautir.
 • Ekki er ráðlagt að setja skó í eða á ofn til þurrkunnar.
LEIÐBEININGAR – ÁBURÐUR OG VAX
 • Tryggið að skórnir séu hreinir, fylgið leiðbeiningum hér að ofan.
 • Vax má bera beint á blauta skó.
 • Berið vaxið eða áburðin á með mjúkum svampi, fylgir með í flestum tilfellum.
 • Notið fingur til að bera á svæði sem erfitt er að komast að með svampinum, t.d. í kringum sauma eða samskeyti.
 • Fjarlægið umframefni með rökum klút þar sem við á.
 • Það er hægt að nota skóna strax eftir meðhöndlun.
LEIÐBEININGAR – VATNSVARNARÚÐI
 • Tryggið að skórnir séu hreinir, fylgið leiðbeiningum hér að ofan.
 • Skórnir þurfa að vera þurrir til að tryggja bestu vörnina.
 • Haldið brúsanum 25 cm frá skónum og úðið jafnt yfir svo allir fletir blotna örugglega.
 • Fjarlægið umframefni með rökum klút þar sem við á.
 • Látið skóna þorna á eðlilegan hátt fyrir notkun, 3-4 klt.
ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR
 • Ég er með nýlega Gore-Tex leðurskó sem blotna í gegn, er það eðlilegt?
  • Leður hefur náttúrulega vatnsþéttni og kemur með vatnsheftandi meðhöndlun frá framleiðenda. Hinsvegar þá eyðist þessi filma smátt og smátt við notkun og við langvarandi bleytu þá byrjar leðrið að draga í sig meiri raka sem getur orsakað rakar fætur. Æsklegt er þvi að hreinsa og endurnýja vatnsvörnina reglulega, sérstaklega eftir mjög blauta daga. Eins er mikilvægt að reima þétt.
 • Ef skórnir gegnblotna, get ég þurkað þá í ofninum?
  • Það er ekki mælt með því að þurrka skó í ofninum eða setja þá á ofn. Leðrið þornar þá upp, lím getur losnað og það geta myndast sprungur, sem þá mögulega valda leka þegar fram í sækir.
​​Þrif og meðhöndlun, leðurskór
​Þrif og meðhöndlun, skór úr blönduðum efnum